Já, það var aldeilis líf og fjör í dag, 5 olíubrennarar og 2 hárblásarar mættu á svæðið. Örn og Maggi eru að detta í þotuklúbbinn og mættu með vélarnar sínar út á völl í dag í fyrsta skipti. Maggi er að bíða eftir móttakara í sína en Örn tók fyrsta flugið sitt. Lúlli og Jón létu svo ekki sitt eftir liggja í loftfimleikum og Futura fór svo nokkrum sinnum í loftið eftir alltof langt hlé.
IMG_6891.jpg (268.14 KiB) Skoðað 2906 sinnum
Double Trouble!
IMG_6892.jpg (337.22 KiB) Skoðað 2906 sinnum
IMG_6893.jpg (228.01 KiB) Skoðað 2906 sinnum
IMG_6894.jpg (223.58 KiB) Skoðað 2906 sinnum
IMG_6895.jpg (226.13 KiB) Skoðað 2906 sinnum
Til gamans má geta þess að mótorinn sem er í Xcalibur hjá Magga kom fyrst til landsins 2008 og hefur komið nokkrum góðum mönnum af stað í þotusportinu, mér, Ingó, Lúlla og núna Magga. Ekki leiðinlegt það!
Fyrsta flugið var þann 7. mars 2009 og svo fór hún í smá klössun það sumar, ansi líður þetta hratt!!!
Þessi dagur var hin mesta snilld, og ef virkum þotum er að fjölga er það mikið gleðiefni fyrir mig
Ég vil bara segja það upphátt. Hvað ég virði það mikils að Maggi og Sverrir eru magnaðir að pósta myndum ATH þrátt fyrir að hafa báðir verið að fljúga líka .
Takk fyrir frábæran dag
Takk Sverrir og Maggi fyrir frábæran dag og flotar myndir/bönd.
Kv. L