11.05.2006 - Meistarastykki í smíðum

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 11.05.2006 - Meistarastykki í smíðum

Póstur eftir Sverrir »

Það er óhætt að segja að Guðmundur Haraldsson á Akureyri kunni sína iðn en dæmi um það má sjá í smíðahorninu þar sem hann er að sýna okkur myndir af Bf-109 G-6 sem hann er að smíða þessa daganna.

Þess má einnig til gamans geta að Guðmundur er einn nýjasta meðlimur í tvíburaklúbbi íslenskra módelmann en hann festi nýverið kaup á P-38 frá YT.

Endilega lítið á spjallið og sjáið frábært handbragð :)

Á morgun, kl.10,er svo komið að hinu árlega Kríumóti og verður það að venju haldið á Höskuldarvöllum. Veðurspáin lítur bara bærilega út og er óhætt að hvetja menn til að fjölmenna á svæðið.

Kl.11 á morgun hefst einnig Tómstundadagur Reykjanesbæjar í Reykjaneshöllinni en þar mun Flugmódelfélag Suðurnesja verða með sýningu á flugmódelum og öðru tilheyrandi. Endilegað lítið við ef þið verðið í nágrenninu.
Icelandic Volcano Yeti
Svara