Bickley Jets 2011

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11503
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Bickley Jets 2011

Póstur eftir Sverrir »

Ég skrapp út til Bretlands um helgina að heimsækja Ali og co. og taka þátt í Bickley Jets 2011. BJ er lítil klúbbsamkoma en um 40 flugmenn voru skráðir til leiks. Flestir koma á föstudegi upp eftir og koma sér fyrir en á laugardeginum er frjálst að fljúga hvernig módelum sem er en sunnudagurinn er eingöngu fyrir þotur. Aldrei þessu vant var talsverð yfirferð á logninu en það stoppaða menn þó ekki í því að fljúga enda ýmsu vanir. Svo byrjaði að rigna um 15 á sunnudeginum og var sjálfhætt þá.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir, þetta er þó aðeins lítið brot af myndunum sem ég tók og birti ég fleiri myndir hérna eftir því sem ég næ að fara í gegnum þær. :)

Morgunmatur á laugardeginum, ef grannt er skoðað sést í mig þarna einhvers staðar
Mynd

Morgunmaturinn.
Mynd

Módelin voru svo geymd samsett í stóru tjaldi yfir nóttina, ótrúlegur lúxus.
Mynd

Gregg sá um að flugmennirnir höguðu sér vel og færu að settum reglum.
Mynd

CARF Tutor.
Mynd

Moki 250 í nefinu á þessari, Gumma hefði ekki leiðst það!
Mynd

Sérlegur eldfjallasendiherra að fljúga.
Mynd


Dave Stephens kom nokkrum sinnum yfir helgina með vélar sem hann á og hélt flugsýningar.

Pitts.
Mynd

RV8 í kunnuglegum litum.
Mynd

Mynd

Mynd

Mustang (í 80 eða 85% skala minnir mig), Rotax 912S í húddinu.
Mynd

Mynd

Frumgerðin af Mach 1 frá Al's Hobbies.
Mynd

Rafmagns Futura, það var þó örlítið meiri hávaði í henni heldur en Martini útgáfunni með P-80SE.
Mynd

Mynd

Rafhlöðupakkarnir, 6S 5000mah Nanotech pakkar frá Hobbyking, hliðtengdir og raðtengdir til að fá 12S 10.000mah pakka.
Mynd

Reglulega var svo efnt til hópflugs á rafmagnsþotum, þegar mest var taldi ég 19 vélar í loftinu í einu. Þrátt fyrir að fljúga hópflug gekk það áfallalaust fyrir sig og engin alvarleg óhöpp urðu.
Mynd

Futura sem ég flaug um helgina, æðisleg vél.
Mynd

Gong var á staðnum sem var notað þegar lendingarnar voru ekki nógu góðar, þó skal viðurkennt að ég stóðst ekki mátið og notaði það á Ali í eitt skiptið(þó lendingin væri silkimjúk).
Mynd

Konurnar í Bretlandi eru duglegar við að fylgja mökum sínum á flugkomurnar.
Mynd

Stóra Futura og CARF Tutor.
Mynd

Vinningar á hlutaveltunni sem klúbburinn hélt í lok samkomunnar.
Mynd

Duncan mætti með fjölskylduna með sér, vikugamall sonur gerði þó lítið nema sofa og borða en dóttirinn var fjörugri.
Mynd

Ferfættlingar voru einnig á svæðinu.
Mynd

BVM Electra með P-60.
Mynd

L-39 frá Jet Legends með Wren 160 mótor.
Mynd

Þessi Tutor frá Carf var með flottari vélum á svæðinu og ekki skemmdi reykurinn fyrir.
Mynd

Mynd

Mynd

L-39 frá Skymaster með Merlin 140, ótrúlega snarpir móttorar.
Mynd

Litla og stóra Futura, þessi kappakstursskemu hafa verið að koma vel út hjá Ali og Duncan. Þetta eru vinyl límmiðar á hvítu gelcoat-i.
Mynd

Habu 32 með Sprite þotumótor.
Mynd

[quote]Steve Brett is a long time member of the panic team. Some of you may think the name is relevant to their flying style. In some ways you are not wrong. But it is in fact the name of the biplane that they all fly. Well, these guys can always be trusted to come up with something new and ingenious based around their antics with said biplane. This year it was decided to remove the tail end, make it edf, add a canard and try and fly it. Mad/daft and ugly as always ( Thats just the team members).. yet as always with these guys, it just seemed to work. The clear canard disappears in the air, and it really does look just like the tail end of a model flying around.[/quote]
Mynd

A-10 frá Skymaster með tveimur Merlin 140 mótorum.
Mynd

Cmelak einnig ástúðlega nefnd Smelly Yak, yfirproppaður Jetcat turbóprop tryggir að hún öskrar ekki á mann eins og svo margar aðrar.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11503
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Bickley Jets 2011

Póstur eftir Sverrir »

Nokkur vídeó













Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Óli.Njáll
Póstar: 63
Skráður: 25. Jún. 2009 22:46:40

Re: Bickley Jets 2011

Póstur eftir Óli.Njáll »

Vá Þvílík veisla :)
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: Bickley Jets 2011

Póstur eftir Jónas J »

Góður Mynd
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
Árni H
Póstar: 1586
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Bickley Jets 2011

Póstur eftir Árni H »

Snilld - þetta hefur verið gaman! Greinilega aðeins hlýrra á vellinum í UK en hjá okkur.

[quote=Sverrir]Konurnar í Bretlandi eru duglegar við að fylgja mökum sínum á flugkomurnar.[/quote]
Ég sé líka að þær eru settar í sérgirðingu og gemsarnir teknir af þeim :D
Spurning hvort það verður svona aðstaða á Melunum í ágúst...
Mynd

Kv,
Árni H
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: Bickley Jets 2011

Póstur eftir Jónas J »

[quote=Árni H]Snilld - þetta hefur verið gaman! Greinilega aðeins hlýrra á vellinum í UK en hjá okkur.

[quote=Sverrir]Konurnar í Bretlandi eru duglegar við að fylgja mökum sínum á flugkomurnar.[/quote]
Ég sé líka að þær eru settar í sérgirðingu og gemsarnir teknir af þeim :D
Spurning hvort það verður svona aðstaða á Melunum í ágúst...
https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 466592.jpg

Kv,
Árni H[/quote]
Ha :lol: ha :lol: ha :lol: ha :lol:
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11503
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Bickley Jets 2011

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Árni H]Ég sé líka að þær eru settar í sérgirðingu og gemsarnir teknir af þeim :D[/quote]
Jú, jú þetta er svokallað kvennabúr. :D

Ég get hins vegar fullvissað þig um það að gemsarnir(æfónar) voru á sínum stað!
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11503
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Bickley Jets 2011

Póstur eftir Sverrir »

Stinger frá GBR-Jet með Jetcat P-20.
Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11503
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Bickley Jets 2011

Póstur eftir Sverrir »

Foam samflug var svo tekið nokkrum sinnum yfir daginn.
Mynd

Habu samflug á leið í tactical break.
Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Ég þarf að eignast svona Viperjet við tækifæri(framleiðandi Tomahawk).
Mynd

Takið eftir neflausu F-16, engin ástæða til að láta það spilla fjörinu. :D
Mynd

Ég taldi 17 vélar í loftinu þegar mest var.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11503
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Bickley Jets 2011

Póstur eftir Sverrir »

Meira af frauðinu.

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Svara