Smá hobby óhapp, víti til varnaðar!

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
zolo
Póstar: 56
Skráður: 13. Maí. 2011 23:18:53

Re: Smá hobby óhapp, víti til varnaðar!

Póstur eftir zolo »

Var að setja upp vél, þegar mótorinn fór á fulla gjöf, öllum að óvörum. Vélin var á leiðinni í gólfið þegar ég greip hana og lenti í spaðanum (mótorinn er aftaná). Hér eftir er ég ekki að fikta í vél nema að taka spaðann af eða aftengja mótor.

Mynd
Bjarni B
Passamynd
Patróni
Póstar: 327
Skráður: 21. Jan. 2009 23:32:18

Re: Smá hobby óhapp, víti til varnaðar!

Póstur eftir Patróni »

Össss þetta er ljótt að sjá,hef séð smáslys gerast á mönnum eftir propanna enn þetta er með því verra,góðan bata...
Gísli Einar Sverrisson.MSV Patreksfirði
Hef ekki enn séð endirinn á þessari flugdellu.
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Smá hobby óhapp, víti til varnaðar!

Póstur eftir Agust »

Rafmagnsvélar geta verið varasamar.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11688
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Smá hobby óhapp, víti til varnaðar!

Póstur eftir Sverrir »

Batakveðjur!
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
maggikri
Póstar: 6056
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Smá hobby óhapp, víti til varnaðar!

Póstur eftir maggikri »

[quote=zolo]Var að setja upp vél, þegar mótorinn fór á fulla gjöf, öllum að óvörum. Vélin var á leiðinni í gólfið þegar ég greip hana og lenti í spaðanum (mótorinn er aftaná). Hér eftir er ég ekki að fikta í vél nema að taka spaðann af eða aftengja mótor.

https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 9234_0.jpg[/quote]

Ég hef greinilega sloppið betur en þú, fékk vélina framan í mig.
http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=8656
kv
MK
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Smá hobby óhapp, víti til varnaðar!

Póstur eftir Agust »

Ég hef einu sinni fengið rafmagnsvél með .25 - .35 stærð af mótor koma æðandi á fullri ferð í fangið á mér þar sem lá á hnjánum fyrir framan hana. Ólin á sendinum rakst í "bensíngjöfina". Sem betur fer var ég í þykkri peysu sem hlífði mér, en peysan slapp ekki eins vel og ég. Varð þó reynslunni ríkari.

Þetta er þó ekki eina skiptið sem ég hef lent í svona löguðu.

Sendirinn minn sem ég á núna (Aurora-9) er með rofa á snertiskjánum til að læsa "bensíngjöfinni" í hægagangi. Núorðið nota ég hann óspart.


Með því að googla RC electric arming switch er hægt að sjá öfluga rofa sem hægt er að setja í leiðsluna frá rafhlöðu að hraðastýringu. Þessir rofar eru aðgengilegir utanfrá og hafa ekki áhrif á stýrifletina, þ.e. ef maður er með aðskilið BEC.

https://www.google.is/search?q=rc+elect ... B400%3B300
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: Smá hobby óhapp, víti til varnaðar!

Póstur eftir Jónas J »

Usss þetta er ekki flott að sjá. Þú verður örugglega með minnismerki um þennan atburð það sem eftir er.

Batakveðjur ;)
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
Árni H
Póstar: 1604
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Smá hobby óhapp, víti til varnaðar!

Póstur eftir Árni H »

Best að fara varlega - vonandi grær þetta fljótt og vel hjá þér!
Passamynd
Gaui
Póstar: 3860
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smá hobby óhapp, víti til varnaðar!

Póstur eftir Gaui »

Spaðinn náði greinilega að höggva þig að minnsta kosti átta sinnum (ég sé ekki fleiri) -- Bensínmótor hefði líkast til stoppað eftir eitt eða tvö högg.

Og ég er talinn undarlegur að hafa ímigust á rafmagni (þó ég sé að vísu að prófa mig áfram með það).

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
maggikri
Póstar: 6056
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Smá hobby óhapp, víti til varnaðar!

Póstur eftir maggikri »

[quote=Gaui]Spaðinn náði greinilega að höggva þig að minnsta kosti átta sinnum (ég sé ekki fleiri) -- Bensínmótor hefði líkast til stoppað eftir eitt eða tvö högg.

Og ég er talinn undarlegur að hafa ímigust á rafmagni (þó ég sé að vísu að prófa mig áfram með það).

:cool:[/quote]

Já og hugsanlega brotið handlegginn í leiðinni.
kv
MK
Svara