Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3841
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstur eftir Gaui »

TF-LBP -- dagur 54

Ég skrapp örstutt á verkstæðið og græjaði siglingaljósin á vængendana. Fyrst sagaði ég sæti fyrir kolfíber rörið sem tekur peruna og límdi það á.
20250302_131818.jpg
20250302_131818.jpg (140.15 KiB) Skoðað 22077 sinnum
Svo holaði ég innan mjúkan balsakubb þar til hann passaði yfir rörið og límdi hann fastan.
20250302_132230.jpg
20250302_132230.jpg (144.42 KiB) Skoðað 22077 sinnum
Að kokum skar ég og pússaði allt í burtu sem ekki lítur út eins og festing, og smurði fylliefni á það. Þegar þetta er hart má pússa það slétt. Ég set peruna í áður en ég flýg módelinu
20250302_132852.jpg
20250302_132852.jpg (131.52 KiB) Skoðað 22077 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3841
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstur eftir Gaui »

TF-LBP -- dagur 55

Nú er ég búinn að klæða báða vængi að neðan. Efra borðið næst.
20250303_111633.jpg
20250303_111633.jpg (142.08 KiB) Skoðað 21902 sinnum
Klæddi ofan á anna hallastýrið og setti dúkræmur á það. Svo merkti ég fyrir saumum og setti þá á.
20250303_111645.jpg
20250303_111645.jpg (142.5 KiB) Skoðað 21902 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3841
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstur eftir Gaui »

TF-LBP -- dagur 56

Klæddi báða vængi að ofan með Oratex ásamt báðum hallastýrum.
20250304_115906.jpg
20250304_115906.jpg (143.74 KiB) Skoðað 21241 sinni
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3841
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstur eftir Gaui »

TF-LBP -- dagur 57

Ég reif niður ræmur af Oratex og festi á rifin, bæði ofan og neðan á báða vængi.
20250305_091056.jpg
20250305_091056.jpg (140.52 KiB) Skoðað 20305 sinnum
Svo merkti ég fyrir saumunum á límband sem ég lagði við hliðina á ræmunum og gerði saumana með þessu verkfæri. Það eru tvö mismunandi bil, 10 mm á fyrstu tvö og hálft rif, þar sem álag er vegna blásturs frá spaðanum, en 15 mm á öll hin. Þetta tekur dágóðan tíma og mér tókst ekki að gera nema annan vænginn ofaná í morgun. Þetta verk tekur örugglega nokkra daga.
20250305_104140.jpg
20250305_104140.jpg (132.3 KiB) Skoðað 20305 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3841
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstur eftir Gaui »

TF-LBP -- dagur 58

Ég lauk við að setja saumana á annan vænginn. Þetta tók lungann úr morgninum. Þetta þarf að fá að þorna og þá get ég sett oddaborðana ofan á saumana.
20250306_113444.jpg
20250306_113444.jpg (128.79 KiB) Skoðað 19391 sinni
Ég tengdi öll servóin í skrokknum við stélið.
20250306_113512.jpg
20250306_113512.jpg (140.44 KiB) Skoðað 19391 sinni
Þá gat ég farið að klæða skrokkinn. Ég byrjaði á aftanverðum botninum.
20250306_115759.jpg
20250306_115759.jpg (144.42 KiB) Skoðað 19391 sinni
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3841
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstur eftir Gaui »

TF-LBP -- dagur 59

Ég pantaði oddaborða frá Mikka Ref og notaði helminginn af öðrum pakkanum ofan á annan vænginn (passaði akkúrat). Ég þarf líklega að panta fleiri pakkningar af þessu til að klára skrokkinn og hallastýrin.
20250307_095519.jpg
20250307_095519.jpg (143.48 KiB) Skoðað 17938 sinnum
Ég er enn að setja sauma á hinn vænginn.
20250307_102102.jpg
20250307_102102.jpg (137.89 KiB) Skoðað 17938 sinnum
Ég er lengi búinn að velta fyrir mér hvort ég ætti að taka balsa stöngina efst í afturglugganum og setja kolfíber rör í staðinn. Í dag sló ég til og gerði það.
20250307_120915.jpg
20250307_120915.jpg (141.32 KiB) Skoðað 17938 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3841
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstur eftir Gaui »

TF-LBP -- dagur 60

Ég kláraði að teikna saumana á seinni vænginn og setja oddaborða á hinn. Það eru nú borðar á öllum rifjum og í kringum ytri brúnir á vængnum. Það sést að ég notaði nýju borðana sem ég fékk og gama, silfurlita borða sem ég átti úr öðru verkefni. Nú vantar mig bara borða til að klára hallastýrið. Þá get ég farið að grunna vænginn og pússa hann smávegis.
20250308_105711.jpg
20250308_105711.jpg (142.27 KiB) Skoðað 16706 sinnum
Ég klippti til Oratex klæðningu á hægri hliðina á skrokknum. Það var vandaverk að leggja hana á skrokkinn, festa niður og strekkja, en þetta kemur nokkuð vel út.
20250308_124406.jpg
20250308_124406.jpg (141.35 KiB) Skoðað 16706 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3841
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstur eftir Gaui »

TF-LBP -- dagur 61

Ég setti oddaborða á vinstri vænginn, bæði ofan og neðan. Nú á ég ekki fleiri borða og þarf að panta frá Mikka Ref.

Svo ætlaði ég að setja hvítt Oratex á vinstri hliðina, en ég átti ekki nóg, svo ég varð að nota rauðgult. Þetta ætti ekki að gera mikið ógagn, því ég set bæði grunn og silfurmálningu á skrokkinn.
20250310_120614.jpg
20250310_120614.jpg (137.54 KiB) Skoðað 12542 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3841
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstur eftir Gaui »

TF-LBP -- dagur 62

Ég skrapp í Handverkshúsið fyrst ég var að þvælast fyrir sunnan (sonur minn að kvænast) og keypti hjá þeim hálfan annan metra af Lindiré, sem ég ætla að nota í vængstýfurnar. Þegar ég kom aftur norður skellti ég borðinu í bandsögina og sagaði út nokkurn vegin þá lista sem mig vantar.
20250315_171139.jpg
20250315_171139.jpg (144.19 KiB) Skoðað 4942 sinnum
Svo er bara að hefla þessa lista til í rétt form. Ég byrjaði á því, en það varð fljótt ljóst að blaðið í balsaheflinum er gamalt og bítur illa. Ég þarf að grafa upp nýtt blað og halda svo áfram.
20250317_113617.jpg
20250317_113617.jpg (144.04 KiB) Skoðað 4942 sinnum
Ég fékk nýja sendingu af oddaborðum frá Mikka Ref og setti þá á alla nuddpunkta á skrokknum. Nú vantar bara borða á annað hallastýrið og stélkambinn. Þá er þetta búið.
20250317_101919.jpg
20250317_101919.jpg (139.81 KiB) Skoðað 4942 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3841
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstur eftir Gaui »

TF-LBP -- dagur 63

Ég setti ný blöð í heflana mína (einn stór og annar lítill) og heflaði svo og pússði rétt form á stýfurnar. Ég náði ekki að klára þá síðustu áður en ég fór heim í mat. Hér eru tvær tilbúnar og tvær undirbúnar.
20250318_104524.jpg
20250318_104524.jpg (143.8 KiB) Skoðað 3161 sinni
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara